Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2022 08:03 Kórfélagarnir í Karlakór Hreppamanna, Friðgeir 77 ára og Jómundur 15 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans. Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira