Umfjöllun og viðtöl: Valur-Fram 34-24 | Valur sýndi klærnar gegn Fram Hjörvar Ólafsson skrifar 21. apríl 2022 21:02 Valsmenn unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vann sannfærandi 34-24 sigur þegar liðið fékk Fram í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Nýkrýndir deildarmeistarar, Valur, mættu af miklum krafti til leiks og byggðu hægt og bítandi upp þægilegt forskot. Sá munur jókst eftir því sem leið á leikinn og niðurstaðan þægilegur sigur Valsmanna. Framarar náðu að halda spennu í leiknum fram í miðjan seinni hálfleik en þá fór Björgvin Páll Gústavsson að verja af miklum móð og munurinn jókst enn frekar. Valsliðið gat leyft sér þann munað að rúlla vel á liðinu og dreifa álaginu fyrir næstu viðureign liðanna. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Fram sem mætti með laskað lið vegna meiðsla fékk Þorsteinn Gauti Hjálmarsson rautt spjald í fyrri hálfleik og við það minnkaði breiddin sem var ekki mikil fyrir. Ekki verður við hinn síunga Magnús Gunnar Erlendsson að sakast fyrir tap Framliðsins en hann varði á köflum vel. Snorri Steinn: Sáttastur við sigurinn bara Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Ég er einna helst ánægður við að hafa náð að tryggja okkur sigur í þessum leik en það er margt sem við getum lagað hins vegar. Að mínu mati viti þurfum við að spila betur ef við ætlum að fara með sigur af hólmi í leik liðanna á sunnudaginn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, hæfilega sáttur með frammistöðu sinna manna. „Við brugðumst hins vegar vel við þeirri baráttu og hörku sem Fram mætti með í leikinn í kvöld. Mér fannst Framliðið spila vel og ég á von á þeim enn sterkari á sunnudaginn. Þar held ég að þeir verði búnir að endurheimta eitthvað af þeim leikmönnum sem spiluðu ekki að þessu sinni," sagði hann enn fremur. Einar Jónsson: Björgvin Páll munurinn á liðunum Einar Jónsson, þjálfari FramVísir/Hulda Margrét „Mér fannst Björgvin Páll Gústavssson vera það sem skildi liðin að hér í kvöld. Hann gjörsamlega lokaði markinu og gerði okkur lífið mjög leitt," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, aðspurður um hvort tíu marka sigur Vals gæfi rétta mynd af leiknum. „Við vorum hins vegar líka að gera barnaleg mistök og allt of marga tæknifeila til þess að geta veitt liði eins og Val alvöru leik. Þá voru við að missa frá okkur of mörg fráköst sem svíður mjög mikið. Þetta gerði það að verkum að Valur skoraði of mörg auðveld mörk," sagði Einar sem er ekki vongóður um að þeir leikmenn sem voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kvöld yrðu með á sunnudaginn. Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals gekk smurt allan leikinn og liðið sýndi fagmannlega frammistöðu á báðum endum vallarins. Þá var markvarslan stabíl hjá Björgvini Páli Gústavssyni og vörnin fyrir framan hann sýndi mátt sinn og megin þegar Framarar voru að reyna að koma sér inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt taka einhvern einn út úr Valsliðinu þar sem margir lögðu í púkkinn. Magnús Óli Magnússon skoraði mest og skilaði mestu framlagi líklega. Reynir Þór Stefánsson og Kjartan Þór Júlíusson voru ljósu punktarnir hjá Fram. Hvað gerist næst? Liðin eigast við í Safamýri á sunnudaginn kemur. Hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að komast í undanúrslitin þannig að Fram er komið með bakið upp að vegg en Valur getur farið áfram með sigri þar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Fram
Valur vann sannfærandi 34-24 sigur þegar liðið fékk Fram í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Nýkrýndir deildarmeistarar, Valur, mættu af miklum krafti til leiks og byggðu hægt og bítandi upp þægilegt forskot. Sá munur jókst eftir því sem leið á leikinn og niðurstaðan þægilegur sigur Valsmanna. Framarar náðu að halda spennu í leiknum fram í miðjan seinni hálfleik en þá fór Björgvin Páll Gústavsson að verja af miklum móð og munurinn jókst enn frekar. Valsliðið gat leyft sér þann munað að rúlla vel á liðinu og dreifa álaginu fyrir næstu viðureign liðanna. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Fram sem mætti með laskað lið vegna meiðsla fékk Þorsteinn Gauti Hjálmarsson rautt spjald í fyrri hálfleik og við það minnkaði breiddin sem var ekki mikil fyrir. Ekki verður við hinn síunga Magnús Gunnar Erlendsson að sakast fyrir tap Framliðsins en hann varði á köflum vel. Snorri Steinn: Sáttastur við sigurinn bara Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Ég er einna helst ánægður við að hafa náð að tryggja okkur sigur í þessum leik en það er margt sem við getum lagað hins vegar. Að mínu mati viti þurfum við að spila betur ef við ætlum að fara með sigur af hólmi í leik liðanna á sunnudaginn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, hæfilega sáttur með frammistöðu sinna manna. „Við brugðumst hins vegar vel við þeirri baráttu og hörku sem Fram mætti með í leikinn í kvöld. Mér fannst Framliðið spila vel og ég á von á þeim enn sterkari á sunnudaginn. Þar held ég að þeir verði búnir að endurheimta eitthvað af þeim leikmönnum sem spiluðu ekki að þessu sinni," sagði hann enn fremur. Einar Jónsson: Björgvin Páll munurinn á liðunum Einar Jónsson, þjálfari FramVísir/Hulda Margrét „Mér fannst Björgvin Páll Gústavssson vera það sem skildi liðin að hér í kvöld. Hann gjörsamlega lokaði markinu og gerði okkur lífið mjög leitt," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, aðspurður um hvort tíu marka sigur Vals gæfi rétta mynd af leiknum. „Við vorum hins vegar líka að gera barnaleg mistök og allt of marga tæknifeila til þess að geta veitt liði eins og Val alvöru leik. Þá voru við að missa frá okkur of mörg fráköst sem svíður mjög mikið. Þetta gerði það að verkum að Valur skoraði of mörg auðveld mörk," sagði Einar sem er ekki vongóður um að þeir leikmenn sem voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kvöld yrðu með á sunnudaginn. Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals gekk smurt allan leikinn og liðið sýndi fagmannlega frammistöðu á báðum endum vallarins. Þá var markvarslan stabíl hjá Björgvini Páli Gústavssyni og vörnin fyrir framan hann sýndi mátt sinn og megin þegar Framarar voru að reyna að koma sér inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt taka einhvern einn út úr Valsliðinu þar sem margir lögðu í púkkinn. Magnús Óli Magnússon skoraði mest og skilaði mestu framlagi líklega. Reynir Þór Stefánsson og Kjartan Þór Júlíusson voru ljósu punktarnir hjá Fram. Hvað gerist næst? Liðin eigast við í Safamýri á sunnudaginn kemur. Hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að komast í undanúrslitin þannig að Fram er komið með bakið upp að vegg en Valur getur farið áfram með sigri þar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti