Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 18:37 Eggert Gunnþór Jónsson stígur tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir FH. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“ FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“
FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira