Bankasalan var lögleg Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 22. apríl 2022 08:00 Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun