Bankasalan var lögleg Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 22. apríl 2022 08:00 Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun