Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 13:31 Carbfix er með starfsemi á Hellisheiði. Carbfix/Gunnar Freyr Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að. Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox. Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna. Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala. Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Vísindi Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að. Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox. Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna. Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala.
Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Vísindi Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent