Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Elís Pétur Elísson skrifa 23. apríl 2022 09:30 Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Málefni Suðurfjarðarvegar hafa lengi verið til umfjöllunar og öllum ætti að vera ljóst að ástand vegarins ekki boðlegt fyrir Þjóðveg 1 og þann mikla umferðarþunga sem um veginn fer á degi hverjum. Framsókn í Fjarðabyggð hefur síðustu ár, líkt og aðrir flokkar í bæjarstjórn, barist ötullega fyrir því að Suðurfjarðarvegur verði settur í forgang í samgönguáætlun. Þrátt fyrir að hans sé nú getið á þriðja hluta þeirrar áætlunar, árið 2030-34, teljum við það langt frá því að vera nóg. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar verður því áfram að vera að þrýsta á ríkisvaldið um að endurbótum Suðurfjarðarvegar verði flýtt – en hvernig er best að nálgast það verkefni? Í huga Framsóknarmanna í Fjarðabyggð er nauðsynlegt að huga að nýjum nálgunum í málinu til að reyna að koma því áfram og tryggja að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og kostur er. En hvað er til ráða? Eins og áður sagði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð verið óþrjótandi við að þrýsta á um að flýta endurbótum við Suðurfjarðarveg en ekki hefur enn tekist að ýta þeim framar í samgönguáætlun. Framkvæmd við endurbætur Suðurfjarðarvegar er stór framkvæmd, enda um langan veg að ræða þar sem ýmis verkefni bíða, auk þess sem samgöngubætur annarsstaðar á landinu hafa að sjálfsögðu áhrif á stöðu mála. Það er ljóst að þessi fíll verður ekki gleyptur í einum bita, það er ekki raunhæft. Þurfum við þá ekki nýja nálgun? Framsókn í Fjarðabyggð mun því leggja fram þá tillögu við samgönguyfirvöld að framkvæmdum við veginn verði skipt í hluta og skapa þannig svigrúm til að hægt verði að flýta framkvæmdum. Þannig verði í forgangi að tvöfalda brýr á veginum; yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Í framhaldi af þessu verði síðan farið í vegakafla á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Stöðvarfirði. Með þessum hætti ætti að vera mögulegt að hefjast fyrr handa við þetta mikilvæga verkefni. Það þolir enga bið. Höfundar eru mannauðs- og öryggisstjóri og framkvæmdastjóri og skipa 4. og 5. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Málefni Suðurfjarðarvegar hafa lengi verið til umfjöllunar og öllum ætti að vera ljóst að ástand vegarins ekki boðlegt fyrir Þjóðveg 1 og þann mikla umferðarþunga sem um veginn fer á degi hverjum. Framsókn í Fjarðabyggð hefur síðustu ár, líkt og aðrir flokkar í bæjarstjórn, barist ötullega fyrir því að Suðurfjarðarvegur verði settur í forgang í samgönguáætlun. Þrátt fyrir að hans sé nú getið á þriðja hluta þeirrar áætlunar, árið 2030-34, teljum við það langt frá því að vera nóg. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar verður því áfram að vera að þrýsta á ríkisvaldið um að endurbótum Suðurfjarðarvegar verði flýtt – en hvernig er best að nálgast það verkefni? Í huga Framsóknarmanna í Fjarðabyggð er nauðsynlegt að huga að nýjum nálgunum í málinu til að reyna að koma því áfram og tryggja að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og kostur er. En hvað er til ráða? Eins og áður sagði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð verið óþrjótandi við að þrýsta á um að flýta endurbótum við Suðurfjarðarveg en ekki hefur enn tekist að ýta þeim framar í samgönguáætlun. Framkvæmd við endurbætur Suðurfjarðarvegar er stór framkvæmd, enda um langan veg að ræða þar sem ýmis verkefni bíða, auk þess sem samgöngubætur annarsstaðar á landinu hafa að sjálfsögðu áhrif á stöðu mála. Það er ljóst að þessi fíll verður ekki gleyptur í einum bita, það er ekki raunhæft. Þurfum við þá ekki nýja nálgun? Framsókn í Fjarðabyggð mun því leggja fram þá tillögu við samgönguyfirvöld að framkvæmdum við veginn verði skipt í hluta og skapa þannig svigrúm til að hægt verði að flýta framkvæmdum. Þannig verði í forgangi að tvöfalda brýr á veginum; yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Í framhaldi af þessu verði síðan farið í vegakafla á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Stöðvarfirði. Með þessum hætti ætti að vera mögulegt að hefjast fyrr handa við þetta mikilvæga verkefni. Það þolir enga bið. Höfundar eru mannauðs- og öryggisstjóri og framkvæmdastjóri og skipa 4. og 5. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar