Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 13:00 Vélin var hífð upp á yfirborðið í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi. Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi.
Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira