Bætt aðgengi allra í Fjarðabyggð Eygerður Ósk Tómasdóttir skrifar 24. apríl 2022 16:07 Mikilvægt er að gera betur í aðgengismálum í Fjarðabyggð. Að mínu mati er aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu verulega ábótavant og áríðandi er gera þar bragarbót. Þjónusta við fatlaða á að miða að nauðsynlegum stuðningi svo þeir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Með jöfnu og góðu aðgengi að þjónustu og mannvirkjum tryggjum við grundvallar réttindi fatlaðs fólks. Hlutverk okkar allra er að huga að því að öllum sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og þátttaka í samfélaginu sé óháð aðstæðum. Þetta felur í sér að við sköpum fötluðum skilyrði til sjálfstæðs lífs með góðu aðgengi að mannvirkjum, aðstöðu, þjónustu og úrræðum sveitafélagsins. Þetta þýðir jafnan rétt allra til að komast í sund, eiga greiðan aðgang að fræðslustofnunum, göngustígum, náttúruperlum, söfnum og svo mætti áfram telja. Hryggilegt er að fatlað fólk hafi ekki greiðan aðgang að mannvirkjum í Fjarðabyggð svo sem sundlaugunum. Úr þessu þarf að bæta. Ég vil sjá átak í að bættu aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, í sundlaugum, á útivistarsvæðum og öðrum mannvirkjum. Fatlað fólk á að eiga greiðan aðgang að almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Fjarðabyggð hefur sem öflugt sveitarfélag alla burði til að standa sómasamlega að aðgengismálum. Hefjum róttækar aðgerðir og höfum þetta í lagi. Höfundur starfar sem fíkniráðgjafi og sjúkraliði og skipar 14. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að gera betur í aðgengismálum í Fjarðabyggð. Að mínu mati er aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu verulega ábótavant og áríðandi er gera þar bragarbót. Þjónusta við fatlaða á að miða að nauðsynlegum stuðningi svo þeir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Með jöfnu og góðu aðgengi að þjónustu og mannvirkjum tryggjum við grundvallar réttindi fatlaðs fólks. Hlutverk okkar allra er að huga að því að öllum sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og þátttaka í samfélaginu sé óháð aðstæðum. Þetta felur í sér að við sköpum fötluðum skilyrði til sjálfstæðs lífs með góðu aðgengi að mannvirkjum, aðstöðu, þjónustu og úrræðum sveitafélagsins. Þetta þýðir jafnan rétt allra til að komast í sund, eiga greiðan aðgang að fræðslustofnunum, göngustígum, náttúruperlum, söfnum og svo mætti áfram telja. Hryggilegt er að fatlað fólk hafi ekki greiðan aðgang að mannvirkjum í Fjarðabyggð svo sem sundlaugunum. Úr þessu þarf að bæta. Ég vil sjá átak í að bættu aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, í sundlaugum, á útivistarsvæðum og öðrum mannvirkjum. Fatlað fólk á að eiga greiðan aðgang að almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Fjarðabyggð hefur sem öflugt sveitarfélag alla burði til að standa sómasamlega að aðgengismálum. Hefjum róttækar aðgerðir og höfum þetta í lagi. Höfundur starfar sem fíkniráðgjafi og sjúkraliði og skipar 14. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar