Til hvers að kjósa Framsókn? Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 25. apríl 2022 06:01 Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttur fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir samning varðandi framtíð flugvallarins, en það virðist hafa verið gert með ósýnilegu bleki. Það tók Einar Þorsteinsson, nýjan leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, því ekki langan tíma að svíkja loforð flokksins að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og lýsa yfir stuðningi við áform núverandi meirihluta um að völlurinn fari. Framsókn - flugvallarvinir hvað? Samningi formanns flokksins og innviðaráðherra þar með endanlega rift, eða hvað! Við Sæbrautina stendur enn auglýsing frá Framsóknarflokknum frá síðustu kosningum. Þar stendur orðrétt: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Nú segja Framsóknarmenn í Reykjavík að engin þörf sé fyrir flugvöllinn og virðist hinn nýi leiðtogi þegar hafa hafið störf með meirihlutanum. Þessir ráðamenn Framsóknar ætla þannig að slíta á samskipti við landsbyggðina og hundsa það mikilvæga samgöngu- og öryggishlutverk sem flugvöllurinn gegnir nú þegar öll áform um annan varaflugvöll eru í óvissu og jarðhræringar á Reykjanesi valda enn frekari óvissu um hvaða flugvellir séu yfir höfuð öruggir. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Vanefndur samgöngusáttmáli En þetta er ekki einu svikin, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hugsa nákvæmlega eins og meirihluti Dags B. Eggertssonar þegar kemur að samgöngumálum í höfuðborginni, þau eigi að snúast um óskir og nálgun meirihlutans en ekki vilja og þarfir allra borgarbúa. Samgöngusáttmálinn sem Framsókn skrifaði undir við borgina er í klakaböndum, vanefndur víða og á villigötum annars staðar. Umferðarmannvirki sem áttu að koma birtast ekki, tafir og ógöngur umferðarinnar aukast. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Borgarlína án farþega Framsóknarflokkurinn virðist núna styðja hugmynd og útfærslu borgarstjórnarmeirihlutans um grjótþunga Borgarlínu til að fá "Glópagulls" viðurkenninguna, "BRT Gold". Það eru flestir búnir að átta sig á því að fokdýr Borgarlína með engum farþegum skilar engu nema samfélagslegu tapi öfugt við t.d. Sundabrautina sem Framsóknarflokkurinn segist vera búinn að samþykkja margoft án þess að framkvæmdir hefjist. Framsóknarmenn stýra samgöngumálum á landsvísu í núverandi ríkisstjórn, en í borginni eru þeir í hlekkjum meirihlutans í borginni. Nú lýsir oddviti flokksins í borginni yfir algjörum stuðningi við þau óheillaáform og ekki ólíklegt þar með að verða 5. hjólið undir borgarlínuvagni borgarstjóra. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Húsnæðissáttmáli í stað húsnæðis Enginn veit hvað Framsókn vill í húsnæðismálum eftir síðasta útspil nýs leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir stuttu sagðist hann vera glaður vegna þess að borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga sínum á einhverju lausnaplaggi sem hann kallar „húsnæðissáttmála“. Eftir að hafa vanrækt að útvega byggingarland og styðja við íbúðamarkaðinn kallar borgarstjóri eftir húsnæðissáttmála og Framsóknarflokknum dettur það helst í hug að fagna. Er það eitthvert fagnaðarefni að húsnæðis- og skipulagsmál eru komin í nýtt innviðaráðuneyti, þar sem sveitarstjórnar-, samgöngu- og byggðamál eru fyrir? Hefur Framsókn einhverjar lausnir eða sjálfstæðan vilja í þessum málum? Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn Loforð, en engin þjóðarhöll Framsóknarflokkurinn hefur nánast lofað í hverri viku síðustu misseri að þjóðarhöll og þjóðarleikvangur rísi. Ráðherrar flokksins virðast hafa talið sér til tekna að tala og tala um hana án þess að nokkuð gerist. Enginn hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta og annan fyrir handbolta. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Það gerist bara ekkert, frekar en með Sundabraut, enda hefur núverandi meirihluti í Reykjavík með borgarstjóra í broddi fylkingar nánast útilokað alla möguleika á þeirri framkvæmd. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Málefni barna enn í ólestri Þegar Ásmundur Einar Daðason tók við félagsmálaráðuneytinu ákvað hann að endurskíra það barnamálaráðuneytið og hann hefur nú verið ráðherra málaflokksins í hartnær fimm ár. Þegar hann tók við var vandi biðlista allsráðandi. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir mikið tal og mikla fjölmiðlaathygli hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst á fimm ára valdatíma barnamálaráðherrans. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum æpandi. Því hljóta menn að spyrja sig enn og aftur: Til hvers að kjósa Framsókn? Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur er umferðarsérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttur fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir samning varðandi framtíð flugvallarins, en það virðist hafa verið gert með ósýnilegu bleki. Það tók Einar Þorsteinsson, nýjan leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, því ekki langan tíma að svíkja loforð flokksins að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og lýsa yfir stuðningi við áform núverandi meirihluta um að völlurinn fari. Framsókn - flugvallarvinir hvað? Samningi formanns flokksins og innviðaráðherra þar með endanlega rift, eða hvað! Við Sæbrautina stendur enn auglýsing frá Framsóknarflokknum frá síðustu kosningum. Þar stendur orðrétt: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Nú segja Framsóknarmenn í Reykjavík að engin þörf sé fyrir flugvöllinn og virðist hinn nýi leiðtogi þegar hafa hafið störf með meirihlutanum. Þessir ráðamenn Framsóknar ætla þannig að slíta á samskipti við landsbyggðina og hundsa það mikilvæga samgöngu- og öryggishlutverk sem flugvöllurinn gegnir nú þegar öll áform um annan varaflugvöll eru í óvissu og jarðhræringar á Reykjanesi valda enn frekari óvissu um hvaða flugvellir séu yfir höfuð öruggir. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Vanefndur samgöngusáttmáli En þetta er ekki einu svikin, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hugsa nákvæmlega eins og meirihluti Dags B. Eggertssonar þegar kemur að samgöngumálum í höfuðborginni, þau eigi að snúast um óskir og nálgun meirihlutans en ekki vilja og þarfir allra borgarbúa. Samgöngusáttmálinn sem Framsókn skrifaði undir við borgina er í klakaböndum, vanefndur víða og á villigötum annars staðar. Umferðarmannvirki sem áttu að koma birtast ekki, tafir og ógöngur umferðarinnar aukast. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Borgarlína án farþega Framsóknarflokkurinn virðist núna styðja hugmynd og útfærslu borgarstjórnarmeirihlutans um grjótþunga Borgarlínu til að fá "Glópagulls" viðurkenninguna, "BRT Gold". Það eru flestir búnir að átta sig á því að fokdýr Borgarlína með engum farþegum skilar engu nema samfélagslegu tapi öfugt við t.d. Sundabrautina sem Framsóknarflokkurinn segist vera búinn að samþykkja margoft án þess að framkvæmdir hefjist. Framsóknarmenn stýra samgöngumálum á landsvísu í núverandi ríkisstjórn, en í borginni eru þeir í hlekkjum meirihlutans í borginni. Nú lýsir oddviti flokksins í borginni yfir algjörum stuðningi við þau óheillaáform og ekki ólíklegt þar með að verða 5. hjólið undir borgarlínuvagni borgarstjóra. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Húsnæðissáttmáli í stað húsnæðis Enginn veit hvað Framsókn vill í húsnæðismálum eftir síðasta útspil nýs leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir stuttu sagðist hann vera glaður vegna þess að borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga sínum á einhverju lausnaplaggi sem hann kallar „húsnæðissáttmála“. Eftir að hafa vanrækt að útvega byggingarland og styðja við íbúðamarkaðinn kallar borgarstjóri eftir húsnæðissáttmála og Framsóknarflokknum dettur það helst í hug að fagna. Er það eitthvert fagnaðarefni að húsnæðis- og skipulagsmál eru komin í nýtt innviðaráðuneyti, þar sem sveitarstjórnar-, samgöngu- og byggðamál eru fyrir? Hefur Framsókn einhverjar lausnir eða sjálfstæðan vilja í þessum málum? Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn Loforð, en engin þjóðarhöll Framsóknarflokkurinn hefur nánast lofað í hverri viku síðustu misseri að þjóðarhöll og þjóðarleikvangur rísi. Ráðherrar flokksins virðast hafa talið sér til tekna að tala og tala um hana án þess að nokkuð gerist. Enginn hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta og annan fyrir handbolta. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Það gerist bara ekkert, frekar en með Sundabraut, enda hefur núverandi meirihluti í Reykjavík með borgarstjóra í broddi fylkingar nánast útilokað alla möguleika á þeirri framkvæmd. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Málefni barna enn í ólestri Þegar Ásmundur Einar Daðason tók við félagsmálaráðuneytinu ákvað hann að endurskíra það barnamálaráðuneytið og hann hefur nú verið ráðherra málaflokksins í hartnær fimm ár. Þegar hann tók við var vandi biðlista allsráðandi. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir mikið tal og mikla fjölmiðlaathygli hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst á fimm ára valdatíma barnamálaráðherrans. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum æpandi. Því hljóta menn að spyrja sig enn og aftur: Til hvers að kjósa Framsókn? Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur er umferðarsérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun