Fjarskipti yfir farsíma í sveitum og þéttbýli Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Jón Frímann Jónsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar