Má bjóða þér til Tenerife? Hildur Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2022 11:31 Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun