Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 25. apríl 2022 14:32 Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun