Fer fram á ómerkingu ummæla Huga og eina og hálfa milljón í miskabætur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 13:30 Hugi Halldórsson bar Srdjan Stojanovic þungum sökum í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. vísir/bára Srdjan Stojanovic, fyrrverandi leikmaður Þórs Ak. í körfubolta, fer fram á að ummæli Huga Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fram hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið. Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið.
Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum