Eigum við að setja puttann hérna, Hildur? Jón Daníelsson skrifar 25. apríl 2022 18:01 Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Orkumál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun