Blikar unnu 1-0 útisigur á KR en FH-ingar unnu 4-2 heimasigur á Fram.
Bæði lið lentu í vandræðum í þessum leik en tókst að snúa vörn í sókn í seinni hálfleiknum.
Framarar komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik á móti FH en snéri tap í sigur með því að skora þrjú mörk á síðustu tólf mínútum leiksins.
Mörk FH í leiknum skoruðu þeir Matthías Vilhjálmsson, Ólafur Guðmundsson, Máni Austmann Hilmarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic en Albert Hafsteinsson og Alexander Már Þorláksson skoruðu fyrir Fram á fyrstu 27 mínútum leiksins.
KR-ingar fóru illa með færin í fyrri hálfleik á móti Breiðabliki og Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Blika eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.
Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins hér fyrir neðan.