Ríkisstjórnin er því kolfallin en flokkarnir fengju samkvæmt könnuninni 26 þingmenn en 32 þarf til að mynda meirihluta á Alþingi.
Í dag eru flokkarnir með þrjátíu og átta manna meirihluta og því tapa ríkisstjórnarflokkarnir tólf þingmönnum.
Verstu útreiðina fær Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælist með 17,9 prósenta fylgi en fékk 24,4 prósent í kosningunum. Framsóknarflokkur tapar fimm prósentum og mælist nú með 12,4 prósent og Vinstri græn tapa þremur prósentum og mælast með 9,6 prósent.
Á móti sækja Píratar og Samfylkingin verulega í sig veðrið og bæta báðir flokkarnir við sig um sjö prósentum. Samfylkingin mælist nú með 16,8 prósent en Píratar 16,2 prósent.
Viðreisn sækir minna í sig veðrið en bætir þó við sig um einu og hálfu prósenti og mælist með 9,6 prósent.
Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir, Flokkur fólksins og Miðflokkur, tapa hinsvegar fylgi, Flokkur fólksins missir einn mann en Miðflokkurinn nær ekki inn manni samkvæmt könnuninni.