Sjaldan býr einn þá tveir deila Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 10:00 Hópbúseta, þegar margir aðilar sem eru ekki endilega tengdir fjölskylduböndum deila heimili að einhverju eða öllu leyti, hefur marga kosti fram yfir hefðbundna einangraða búsetu. Hún auðveldar fólki að deila kostnaði og eykur möguleika á samvinnu og félagslegum tengslum. Það getur verið hagkvæmt að deila rýmum og heimilistækjum auk þess sem það sparar pláss og minnkar sóun. Við þekkjum útfærslur á þessu nú þegar í takmarkaðri mynd, en í mörgum fjölbýlishúsum eru sameiginleg þvottahús og hjólageymslur. Fyrir utan það er búseta þar sem fólk deilir rýmum með öðrum vanalega hugsuð sem óákjósanlegt örþrifaráð fyrir lágtekjuhópa og nemendur, og er húsnæði því ekki hannað með slíkt í huga. Að deila rými með öðrum er ekki vandamálið Á langri þrautagöngu minni á leigumarkaði öðlaðist ég mikla reynslu af því að búa með öðru fólki, oft í þröngum og erfiðum aðstæðum. Erfiðleikarnir stöfuðu þó ekki af því að það væri á einhvern hátt slæmt að búa með öðrum. Vandamálin voru afurð þess að ekki er gert ráð fyrir hópbúsetu í samfélaginu. Ein algeng útfærsla hópbúsetu er herbergjaleiga þar sem svefnherbergi eru leigð stök til eins eða fleiri einstaklinga. Reynsla mín af því fyrirkomulagi er sú að oftast er baðherbergisaðstaða, sorptunnufjöldi, eldhússtærð og ískápapláss allt miðað út frá þörfum meðalstórrar barnafjölskyldu og dugir því ekki þeim fjölda fullorðinna einstaklinga sem deila heimilinu. Önnur útfærsla hópbúsetu sem ég hef kynnst er þegar hópur fólks leigir saman heila íbúð. Þar geta auðveldlega komið upp vandamál tengd því að einungis ein manneskja er ábyrg fyrir leigusamningnum, sem skapar mikið ójafnvægi í samvistinni ef aðilar eru ekki jafn samstíga og hjón með tvö komma eitt barn og hund. Svona þarf þetta ekki að vera. Hvar er fjölbreytnin? Eins og áður var nefnt þá þekkjum við sameiginleg þvottahús og hjólageymslur. Þegar ég bjó á Ásbrú kynntist ég annars konar sameiginlegu innirými í fjölbýli. Á jarðhæð blokkanna þar er salur sem tilheyrir öllum íbúum hússins. Þar geta börn leikið sér, afmælis- og fermingarveislur verið haldnar eða fólk hreinlega hangsað saman. Þetta opnaði huga minn fyrir því hvaða aðrir möguleikar gætu verið fýsilegir. Hvers vegna eru ekki fleiri leiðir til að búa en að leigja eða kaupa heila íbúð sem verður að innihalda allt? Af hverju eru ekki fleiri valkostir? Af hverju eru ekki til íbúðir hannaðar fyrir marga fullorðna til að deila heimilishaldi? Fjölbýlishús með litlum íbúðum en helling af sameiginlegu rými til tómstundaiðkunar og félagslífs, fyrir börn og fullorðin? Eða sameiginleg skrifstofu- og samvinnurými í fjölbýli? Hvað með fjölbýlishús þar sem er rekið mötuneyti, fyrir fólk sem vildi verja tíma sínum og kröftum öðruvísi en að sjá um matarinnkaup og matreiðslu? Hvað með vinnu-/verkstæðisaðstöðu fyrir lista- og handverksfólk í fjölbýli? Það ætti ekki að þurfa að vera lúxus einungis fyrir þau sem hafa kost á því að kaupa eign sem fylgir einkabílskúr. Þarf ekki að vera bara tímabundið úrræði Hópbúseta eins og hún birtist í samfélaginu í dag er hugsuð sem tímabundið úrræði til þess að fólk geti búið einhversstaðar á meðan það klárar nám eða kemst á betri stað fjárhagslega. Fyrirkomulagið er álitið óákjósanlegt og því eigi það að vera markmið allra í hópbúsetu að flytja í einangraða íbúð, rétt eins og það á að vera markmið allra á leigumarkaði að kaupa. Þetta þarf ekki að vera raunin, ef regluverk og húsnæði væri hannað með mismunandi búsetuform í huga þá væru þau ákjósanlegir valkostir. Ánægjulegt hefur verið að sjá nýlega uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga, sem Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á samstarf við á kjörtímabilinu. Sú uppbygging er merki um að hér séu að verða til fleiri búsetuvalkostir, í formi öruggrar langtímaleigu, en það er ekki nóg. Það er stefna Pírata í Reykjavík að stuðla að fjölbreyttri húsnæðisuppbyggingu sem tekur mið af framtíðarmöguleikum og hentar þörfum mismunandi samfélagshópa, meðal annars með því að stuðla að möguleikum til hópbúsetu. Heimili framtíðarinnar eru allskonar Ljóst er að ýmsu þarf að breyta í regluverkinu til að frelsi fólk til að búa á óhefðbundinn hátt sé ekki skert. Ég fagnaði því ákaft þegar Björn Leví lagði fram tillögu um endurskoðun hjúskaparlaga. Ég vil kalla eftir endurskoðun á þeim með tilliti til fjölbreytni mannlífsins, ásamt endurskoðun á lögum um húsaleigu til að bæta réttarstöðu fólks á leigumarkaði. Við ættum að skoða byggingarreglugerðir með tilliti til möguleika á fjölbreyttari búsetuformum, svo húsnæðisuppbygging geti komið til móts við þarfir og langanir allra þeirra sem leita að húsnæði og lífsstíl við sitt hæfi. Lifnaðarhættir fólks hafa breyst og munu þróast áfram. Látum ekki regluverkið sitja eftir. Við eigum ekki öll að þurfa að troða okkur í sama mót ellegar fara torfærar krókaleiðir til að búa eins og við viljum. Fögnum fjölbreytileikanum og veitum fólki tækifæri til að blómstra á þann hátt sem það kýs. Höfundur er í fimmta sæti á lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Fjölskyldumál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hópbúseta, þegar margir aðilar sem eru ekki endilega tengdir fjölskylduböndum deila heimili að einhverju eða öllu leyti, hefur marga kosti fram yfir hefðbundna einangraða búsetu. Hún auðveldar fólki að deila kostnaði og eykur möguleika á samvinnu og félagslegum tengslum. Það getur verið hagkvæmt að deila rýmum og heimilistækjum auk þess sem það sparar pláss og minnkar sóun. Við þekkjum útfærslur á þessu nú þegar í takmarkaðri mynd, en í mörgum fjölbýlishúsum eru sameiginleg þvottahús og hjólageymslur. Fyrir utan það er búseta þar sem fólk deilir rýmum með öðrum vanalega hugsuð sem óákjósanlegt örþrifaráð fyrir lágtekjuhópa og nemendur, og er húsnæði því ekki hannað með slíkt í huga. Að deila rými með öðrum er ekki vandamálið Á langri þrautagöngu minni á leigumarkaði öðlaðist ég mikla reynslu af því að búa með öðru fólki, oft í þröngum og erfiðum aðstæðum. Erfiðleikarnir stöfuðu þó ekki af því að það væri á einhvern hátt slæmt að búa með öðrum. Vandamálin voru afurð þess að ekki er gert ráð fyrir hópbúsetu í samfélaginu. Ein algeng útfærsla hópbúsetu er herbergjaleiga þar sem svefnherbergi eru leigð stök til eins eða fleiri einstaklinga. Reynsla mín af því fyrirkomulagi er sú að oftast er baðherbergisaðstaða, sorptunnufjöldi, eldhússtærð og ískápapláss allt miðað út frá þörfum meðalstórrar barnafjölskyldu og dugir því ekki þeim fjölda fullorðinna einstaklinga sem deila heimilinu. Önnur útfærsla hópbúsetu sem ég hef kynnst er þegar hópur fólks leigir saman heila íbúð. Þar geta auðveldlega komið upp vandamál tengd því að einungis ein manneskja er ábyrg fyrir leigusamningnum, sem skapar mikið ójafnvægi í samvistinni ef aðilar eru ekki jafn samstíga og hjón með tvö komma eitt barn og hund. Svona þarf þetta ekki að vera. Hvar er fjölbreytnin? Eins og áður var nefnt þá þekkjum við sameiginleg þvottahús og hjólageymslur. Þegar ég bjó á Ásbrú kynntist ég annars konar sameiginlegu innirými í fjölbýli. Á jarðhæð blokkanna þar er salur sem tilheyrir öllum íbúum hússins. Þar geta börn leikið sér, afmælis- og fermingarveislur verið haldnar eða fólk hreinlega hangsað saman. Þetta opnaði huga minn fyrir því hvaða aðrir möguleikar gætu verið fýsilegir. Hvers vegna eru ekki fleiri leiðir til að búa en að leigja eða kaupa heila íbúð sem verður að innihalda allt? Af hverju eru ekki fleiri valkostir? Af hverju eru ekki til íbúðir hannaðar fyrir marga fullorðna til að deila heimilishaldi? Fjölbýlishús með litlum íbúðum en helling af sameiginlegu rými til tómstundaiðkunar og félagslífs, fyrir börn og fullorðin? Eða sameiginleg skrifstofu- og samvinnurými í fjölbýli? Hvað með fjölbýlishús þar sem er rekið mötuneyti, fyrir fólk sem vildi verja tíma sínum og kröftum öðruvísi en að sjá um matarinnkaup og matreiðslu? Hvað með vinnu-/verkstæðisaðstöðu fyrir lista- og handverksfólk í fjölbýli? Það ætti ekki að þurfa að vera lúxus einungis fyrir þau sem hafa kost á því að kaupa eign sem fylgir einkabílskúr. Þarf ekki að vera bara tímabundið úrræði Hópbúseta eins og hún birtist í samfélaginu í dag er hugsuð sem tímabundið úrræði til þess að fólk geti búið einhversstaðar á meðan það klárar nám eða kemst á betri stað fjárhagslega. Fyrirkomulagið er álitið óákjósanlegt og því eigi það að vera markmið allra í hópbúsetu að flytja í einangraða íbúð, rétt eins og það á að vera markmið allra á leigumarkaði að kaupa. Þetta þarf ekki að vera raunin, ef regluverk og húsnæði væri hannað með mismunandi búsetuform í huga þá væru þau ákjósanlegir valkostir. Ánægjulegt hefur verið að sjá nýlega uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga, sem Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á samstarf við á kjörtímabilinu. Sú uppbygging er merki um að hér séu að verða til fleiri búsetuvalkostir, í formi öruggrar langtímaleigu, en það er ekki nóg. Það er stefna Pírata í Reykjavík að stuðla að fjölbreyttri húsnæðisuppbyggingu sem tekur mið af framtíðarmöguleikum og hentar þörfum mismunandi samfélagshópa, meðal annars með því að stuðla að möguleikum til hópbúsetu. Heimili framtíðarinnar eru allskonar Ljóst er að ýmsu þarf að breyta í regluverkinu til að frelsi fólk til að búa á óhefðbundinn hátt sé ekki skert. Ég fagnaði því ákaft þegar Björn Leví lagði fram tillögu um endurskoðun hjúskaparlaga. Ég vil kalla eftir endurskoðun á þeim með tilliti til fjölbreytni mannlífsins, ásamt endurskoðun á lögum um húsaleigu til að bæta réttarstöðu fólks á leigumarkaði. Við ættum að skoða byggingarreglugerðir með tilliti til möguleika á fjölbreyttari búsetuformum, svo húsnæðisuppbygging geti komið til móts við þarfir og langanir allra þeirra sem leita að húsnæði og lífsstíl við sitt hæfi. Lifnaðarhættir fólks hafa breyst og munu þróast áfram. Látum ekki regluverkið sitja eftir. Við eigum ekki öll að þurfa að troða okkur í sama mót ellegar fara torfærar krókaleiðir til að búa eins og við viljum. Fögnum fjölbreytileikanum og veitum fólki tækifæri til að blómstra á þann hátt sem það kýs. Höfundur er í fimmta sæti á lista Pírata í Reykjavík.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun