Viðreisn vill faglega ráðinn bæjarstjóra næsta kjörtímabil Jón Ingi Hákonarson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun