Tafir og töpuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun