Þú átt 5.741.000 kr. Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 28. apríl 2022 07:01 Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun