Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafna börnum í viðkvæmri stöðu Lúðvík Júlíusson skrifar 27. apríl 2022 16:01 Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun