Hverjir eru valkostirnir í vor? Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar