Viljum við ekki öll eldast? Guðmundur Fylkisson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Guðmundur Fylkisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar