Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Tugir Íslendinga eru sagðir framleiða og selja kynferðislegt efni á Onlyfans. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi. Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.
Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira