Sköpum pláss fyrir mannlíf Birkir Ingibjartsson skrifar 28. apríl 2022 18:00 Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun