Átján stigum frá því að taka stigametið af leikmanni sem er í hinu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 12:31 Aliyah Collier hefur verið Haukakonum afar erfið í þessu úrslitaeinvígi. Vísir/Vilhelm Stiga- og frákastametið í lokaúrslitum kvenna í körfubolta er í stórhættu í oddaleiknum um sigur í Subway-deild kvenna. Aliyah Collier hefur skilað ótrúlegum tölum í úrslitaeinvíginu á móti Haukum en 27 stig og 20 fráköst dugðu Njarðvík ekki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og því verður hreinn úrslitaleikur á Ásvöllum á sunnudaginn. Collier hefur verið með tröllatvennu (yfir 20 stig og 20 fráköst) í þremur af fjórum leikjum og varð sú fyrsta til að ná 30-20 leik í lokaúrslitum kvenna. Hún er alls með 117 stig og 73 fráköst í fyrstu fjórum leikjunum og tvö met eru því í stórhættu í lokaleik tímabilsins. Collier vantar nú aðeins átján stig til að slá stigametið og sjö fráköst til að slá frákastametið í úrslitaeinvígi kvenna en hún hefur verið langt yfir þessum tölum í leikjunum til þessa. Stigametið á einmitt leikmaður í hinu liðinu en það er Haiden Palmer. Haiden skoraði 134 stig þegar Snæfell varð Íslandsmeistari vorið 2016 eftir sigur á Haukum í oddaleik. Collier er komin upp í þriðja sætið á listanum á eftir þeim Palmer og Aalyah Whiteside sem lék með Val vorið 2018. Frákastametið er í eigu Tierny Jenkins sem tók 79 fráköst í aðeins fjórum leikjum með Haukum vorið 2012. Njarðvíkngurinn LeLe Hardy var með 77 fráköst í sama einvígi og þar var því um mikið frákastaeinvígi að ræða. Collier er þegar komin upp í þriðja sætið á listanum. Flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna: Haiden Denise Palmer, Snæfelli 2016 - 134 stig Aalyah Whiteside, Val 2018 - 122 stig Aliyah Collier, Njarðvík 2022 - 117 stig Aaryn Ellenberg-Wiley, Snæfelli 2017 - 115 stig Olga Færseth, Keflavík 1994 - 111 stig Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 - 110 stig Helena Sverrisdóttir, Haukum 2016 - 107 stig - Flest fráköst tekin í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna: Tierny Jenkins, Haukar 2012 - 79 fráköst LeLe Hardy, Njarðvík 2012 - 77 fráköst Aliyah Collier, Njarðvík 2022 - 73 fráköst Ariana Moorer, Keflavík 2017 - 69 fráköst Julia Demirer, Hamri 2010 - 63 fráköst Helena Sverrisdóttir, Haukum 2018 - 61 frákast Helena Sverrisdóttir, Haukum 2016 - 60 fráköst Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Aliyah Collier hefur skilað ótrúlegum tölum í úrslitaeinvíginu á móti Haukum en 27 stig og 20 fráköst dugðu Njarðvík ekki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og því verður hreinn úrslitaleikur á Ásvöllum á sunnudaginn. Collier hefur verið með tröllatvennu (yfir 20 stig og 20 fráköst) í þremur af fjórum leikjum og varð sú fyrsta til að ná 30-20 leik í lokaúrslitum kvenna. Hún er alls með 117 stig og 73 fráköst í fyrstu fjórum leikjunum og tvö met eru því í stórhættu í lokaleik tímabilsins. Collier vantar nú aðeins átján stig til að slá stigametið og sjö fráköst til að slá frákastametið í úrslitaeinvígi kvenna en hún hefur verið langt yfir þessum tölum í leikjunum til þessa. Stigametið á einmitt leikmaður í hinu liðinu en það er Haiden Palmer. Haiden skoraði 134 stig þegar Snæfell varð Íslandsmeistari vorið 2016 eftir sigur á Haukum í oddaleik. Collier er komin upp í þriðja sætið á listanum á eftir þeim Palmer og Aalyah Whiteside sem lék með Val vorið 2018. Frákastametið er í eigu Tierny Jenkins sem tók 79 fráköst í aðeins fjórum leikjum með Haukum vorið 2012. Njarðvíkngurinn LeLe Hardy var með 77 fráköst í sama einvígi og þar var því um mikið frákastaeinvígi að ræða. Collier er þegar komin upp í þriðja sætið á listanum. Flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna: Haiden Denise Palmer, Snæfelli 2016 - 134 stig Aalyah Whiteside, Val 2018 - 122 stig Aliyah Collier, Njarðvík 2022 - 117 stig Aaryn Ellenberg-Wiley, Snæfelli 2017 - 115 stig Olga Færseth, Keflavík 1994 - 111 stig Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 - 110 stig Helena Sverrisdóttir, Haukum 2016 - 107 stig - Flest fráköst tekin í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna: Tierny Jenkins, Haukar 2012 - 79 fráköst LeLe Hardy, Njarðvík 2012 - 77 fráköst Aliyah Collier, Njarðvík 2022 - 73 fráköst Ariana Moorer, Keflavík 2017 - 69 fráköst Julia Demirer, Hamri 2010 - 63 fráköst Helena Sverrisdóttir, Haukum 2018 - 61 frákast Helena Sverrisdóttir, Haukum 2016 - 60 fráköst
Flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna: Haiden Denise Palmer, Snæfelli 2016 - 134 stig Aalyah Whiteside, Val 2018 - 122 stig Aliyah Collier, Njarðvík 2022 - 117 stig Aaryn Ellenberg-Wiley, Snæfelli 2017 - 115 stig Olga Færseth, Keflavík 1994 - 111 stig Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 - 110 stig Helena Sverrisdóttir, Haukum 2016 - 107 stig - Flest fráköst tekin í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna: Tierny Jenkins, Haukar 2012 - 79 fráköst LeLe Hardy, Njarðvík 2012 - 77 fráköst Aliyah Collier, Njarðvík 2022 - 73 fráköst Ariana Moorer, Keflavík 2017 - 69 fráköst Julia Demirer, Hamri 2010 - 63 fráköst Helena Sverrisdóttir, Haukum 2018 - 61 frákast Helena Sverrisdóttir, Haukum 2016 - 60 fráköst
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira