„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 14:01 Sigursteinn Arndal skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við FH. vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum. Olís-deild karla FH Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum.
Olís-deild karla FH Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira