Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. apríl 2022 15:42 Hrosshaus á stöng við afleggjarann upp að Skrauthólum. Myndin var tekin fyrr í dag. Aðsend Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?