Úr uppgjöf í sókn Ómar Már Jónsson skrifar 29. apríl 2022 19:30 Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar