Á það sem má og má það sem á? Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 30. apríl 2022 17:30 Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun