Skammtíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neytendur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. maí 2022 09:15 Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar