Takk, kæri kennari! Björn Páll Fálki Valsson skrifar 2. maí 2022 10:32 Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar