Gleðilega Álfahátíð Hilmar Kristensson skrifar 4. maí 2022 08:00 Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar