Stofnum hugbúnaðarklasa í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 3. maí 2022 10:31 Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun