Fylgisaukning Pírata heldur meirihlutanum í Reykjavík á lífi Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2022 12:53 Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu fylgi í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Framsókn og Píratar eru í sókn. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík. Sameiginlegt fylgi meirihlutaflokkanna geti ráðist af kjörsókn kjósenda Pírata sem eru í sókn í borginni. Samkvæmt nýjust könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem við greindum frá í kvöldfréttum í gær halda flokkarnir fjórir í núverandi meirihluta í borgarstjórn meirihluta sínum og bæta reyndar við sig einum fulltrúa, færu úr tólf í þrettán. Það skýrist af því að Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum sem rúmlega vegur upp tap Samfylkingarinnar á einum fulltrúa en Viðreisn og Vinstri græn héldu sama fjölda og í kosningunum 2018. Grétar Þór Eyþórsson stjórnsýslufræðingur segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík.Stöð 2 Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri er sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum. Hann segir þróunina í könnunum vera meirihlutaflokkunum í hag. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið byrjaður að tapa fylgi í könnunum í Reykjavík áður en íslandsbankamálið kom upp. „Eftir að það kom til hefur reist enn þá meira af fylginu. Þannig að það eru greinilega einhver áhrif af þessu máli. Maður getur eiginlega ekki ályktað öðruvísi. En það var eitthvað tap í uppsiglingu engu að síður,“ segir Grétar Þór. Í kosningunum 2018 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,8 prósent atkvæða en í könnun Maskínu frá í gær mælist flokkurinn með 20,7 prósent atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa í stað átta áður. Samfylkingin fengi sex fulltrúa en var með sjö í síðustu kosningum, Viðreisn héldi sínum tveimur og Vinstri græn sínum eina. Það eru hins vegar Píratar sem eru að sækja í sig veðrið og færu í tveimur fulltrúum í fjóra samkvæmt könnun Maskínu. „Það sem heldur meirihlutanum fyrst og fremst á lífi er hvað Píratar standa sig vel. Eða koma vel út úr þessum könnunum,“ segir Grétar Þór. Stór hluti kjósenda þeirra sé ungt fólk og reynslan sýni að yngri kjósendur skili sér ver á kjörstað en þeir eldri. Það sé þó ekki hægt að fullyrða að svo verði í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi verið í mikilli sókn og mælist ítrekað með þrjá borgarfulltrúa en fékk engan mann kjörinn árið 2018. Hann gæti því komist í odda aðstöðu ef fylgi annarra flokka færist til. „Það er alveg hugsanlegt ef Framsóknarflokkurinn heldur þessum þremur mönnum. En á meðan Sjálfstæðismenn eru að mælast aftur og aftur með bara fimm menn þarf dálítið mikið til.“ Nú rétt fyrir kosningar sé staðan í Reykjavík mjög spennandi, segir Grétar Þór Eyþórsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2. maí 2022 19:11 Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 13. apríl 2022 12:55 Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5. apríl 2022 19:31 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Samkvæmt nýjust könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem við greindum frá í kvöldfréttum í gær halda flokkarnir fjórir í núverandi meirihluta í borgarstjórn meirihluta sínum og bæta reyndar við sig einum fulltrúa, færu úr tólf í þrettán. Það skýrist af því að Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum sem rúmlega vegur upp tap Samfylkingarinnar á einum fulltrúa en Viðreisn og Vinstri græn héldu sama fjölda og í kosningunum 2018. Grétar Þór Eyþórsson stjórnsýslufræðingur segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík.Stöð 2 Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri er sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum. Hann segir þróunina í könnunum vera meirihlutaflokkunum í hag. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið byrjaður að tapa fylgi í könnunum í Reykjavík áður en íslandsbankamálið kom upp. „Eftir að það kom til hefur reist enn þá meira af fylginu. Þannig að það eru greinilega einhver áhrif af þessu máli. Maður getur eiginlega ekki ályktað öðruvísi. En það var eitthvað tap í uppsiglingu engu að síður,“ segir Grétar Þór. Í kosningunum 2018 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,8 prósent atkvæða en í könnun Maskínu frá í gær mælist flokkurinn með 20,7 prósent atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa í stað átta áður. Samfylkingin fengi sex fulltrúa en var með sjö í síðustu kosningum, Viðreisn héldi sínum tveimur og Vinstri græn sínum eina. Það eru hins vegar Píratar sem eru að sækja í sig veðrið og færu í tveimur fulltrúum í fjóra samkvæmt könnun Maskínu. „Það sem heldur meirihlutanum fyrst og fremst á lífi er hvað Píratar standa sig vel. Eða koma vel út úr þessum könnunum,“ segir Grétar Þór. Stór hluti kjósenda þeirra sé ungt fólk og reynslan sýni að yngri kjósendur skili sér ver á kjörstað en þeir eldri. Það sé þó ekki hægt að fullyrða að svo verði í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi verið í mikilli sókn og mælist ítrekað með þrjá borgarfulltrúa en fékk engan mann kjörinn árið 2018. Hann gæti því komist í odda aðstöðu ef fylgi annarra flokka færist til. „Það er alveg hugsanlegt ef Framsóknarflokkurinn heldur þessum þremur mönnum. En á meðan Sjálfstæðismenn eru að mælast aftur og aftur með bara fimm menn þarf dálítið mikið til.“ Nú rétt fyrir kosningar sé staðan í Reykjavík mjög spennandi, segir Grétar Þór Eyþórsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2. maí 2022 19:11 Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 13. apríl 2022 12:55 Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5. apríl 2022 19:31 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2. maí 2022 19:11
Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 13. apríl 2022 12:55
Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5. apríl 2022 19:31
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30