Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Víðir Aðalsteinsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? Allavega heyrum við lítið um það, fá mál sem rata í fjölmiðla ef nokkur og má því ætla að þar sé allt í stakasta lagi. En þar er líka pottur brotinn svo um munar. Undirritaður hafði ekki frekar en aðrir hugmynd um það, fyrr en hann fylgdist með hörmungarsögu fjölskyldu sem um árabil hefur búið í mygluðu og röku húsnæði. Um er að ræða 6 barna fjölskyldu sem benti á vandamálið fyrir mörgum árum síðan án árangurs, en var loks flutt í annað húsnæði á vegum borgarinnar þegar lögmaður var kallaður að málum. En þar tók ekki mikið betra við því í þeirri íbúð reyndist einnig mikill raki sem var staðfestur með mælingum. Samkvæmt nágrönnum þar og fyrri leigjanda þeirra íbúðar var ástandið búið að vera slæmt um langa hríð. Þegar umræða um þessi mál hafa komið upp er oft viðkvæði Reykjavíkurborgar að ekki sé talað um einstök mál. Þess vegna langar mig að benda lesendum greinarinnar á að kynna sér facebook síðu, en þar hafa nokkrir skjólstæðingar félagsbústaða sett inn sínar sögur sínar til að upplýsa hvort annað um stöðu sinna mála, veita stuðning og ráð. Því miður er það svo að margir þora hreinlega ekki að tjá sig opinberleg af ótta við að verða hent út, eitthvað sem þessir einstaklingar ættu ekki að hræðast og má spyrja hvað hefur orðið til þess, er það kannski eftir samskipti við starfsmenn félagsbústaða? Allavega þá velja þessir einstaklingar frekar að senda einkaskilaboð á þá sem standa að síðunni. Undirritaður gat ekki horft á aðgerðalaus og bauð fram aðstoð, sat fundi með félagsbústöðum og lögmönnum málsaðila. Þá sendi ég póst á borgarstjóra og borgarfulltrúa úr öllum flokkum. Sá eini sem svaraði var Sanna borgarfulltrúi og bað hún um leyfi til að senda erindið áfram, ekkert kom út úr því enda hún í minnihlutanum. Eftir það sem á undan er gengið í sögu fjölskyldunnar sem ég þekki til þá standa eftir ótal spurningar um þetta kerfi sem fellur undir velferðarnefnd en gæti þó allt eins fallið undir heilbrigðisnefnd þar sem fjölskyldumeðlimir hafa allir veikst, mismikið þó, en barn sem veiktist mest þurfti að leggjast inn á spítala af óþekktum ástæðum sem að öllum líkindum má rekja til myglu. Ég sem skattgreiðandi í Reykjavík blöskrar staðan í þessum málaflokki. Í samtölum mínum við fasteignasala kemur í ljós að félagsbústaðir telji sig geta fundið íbúðir á markaðnum á verði sem eru algerlega óraunhæft og ekki í takt við húsnæðissverð á markaði. Einnig hafa nágrannar bent á að ekki sé hugað nægjanlega að hljóðvist þegar lögð eru gólfefni í fjölbýlishúsum, heldur notaðir dúkar sem magna upp hávaða og valda nágrönnum miklu ónæði en það getur leitt af samskiptavandamál íbúa fjölbýlishúsa sérstaklega. Umrædd fjölskylda varð sem að fá sér lögfræðing með tilheyrandi kostnaði til að eitthvað yrði gert. Vegna ástand íbúðarinnar sem flutt var úr þurfti að henda mestöllu innbúi, en Félagsbústaðir telja sig ekki þurfa að bæta neinn kostnað. Það mál er komið til lögfræðings og ekki útséð hvar það endar. En eftir standa spurningar : Er félagsbústaðir óháð eigendum sínum? hvað skal halda þegar kosnir fulltrúar annað hvort geta ekki eða vilja ekki eða hafa með þessi mál að gera. Hvernig er stjórnskipulagi félagsbústaða háttað? Hvar liggur ábyrgð á ákvarðanatöku vegna slíkra mála og hvernig er unnið úr þeim athugasemdum sem ítrekað er komið á framfæri og eða ágreinings sem kemur upp milli leigjanda og félagsbústaða? Hvernig er viðhaldi háttað? Eru gerðar áætlanir í samræmi við upplýsingar á heimasíðu? Hvað verður um þær, því leigjendur sem ég kannast við kannast ekkert við viðhald svo það stenst varla í raun. Hvernig er gæðaeftirliti háttað og eru ekki gerðar þjónustukannanir eins og við þekkjum að gerðar eru víðast hvar í einkageiranum? Félagsbústöðum virðast ekki í raun annt um notendur þjónustunnar. Hver er ábyrgð Félagsbústaða / Borgarfulltrúa ef illa fer og notendur þjónustu veikjast illa eða jafnvel falla frá vegna sjúkdóma er tengjast myglu í húsnæði borgarinnar? Við útsvarsgreiðendur gerum kröfu á að fjármennum verði ekki sóað, þeir sem til þekkja vita að með því að bregðast strax við ábendingum getur komið í veg fyrir að vandamál verði meira en það þarf að vera. Nú er komið að borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar allra flokka vissu s.s. af málinu og sýndu því fálæti og þeir flokkar sem kenna sig við velferð hafa gjaldfellt það orð í mínum huga. Ég mun ekki láta blekkjast aftur þegar ég fer í kjörklefann. Það getur varla talist til velferðar þegar notendur félagsþjónustu búa við raka og myglu. Afleiðingar geta orðið alvarlegar eins og dæmin sanna. Ég vona að þessi grein komist á dagskrá fjölmiðla fyrir kosningar og þeir borgarfulltrúar sem nái kjöri bretti í framhaldinu upp ermar og taki á þessu máli sem að mínu mati er svartur blettur á borginni okkar. Höfundur er viðskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mygla Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? Allavega heyrum við lítið um það, fá mál sem rata í fjölmiðla ef nokkur og má því ætla að þar sé allt í stakasta lagi. En þar er líka pottur brotinn svo um munar. Undirritaður hafði ekki frekar en aðrir hugmynd um það, fyrr en hann fylgdist með hörmungarsögu fjölskyldu sem um árabil hefur búið í mygluðu og röku húsnæði. Um er að ræða 6 barna fjölskyldu sem benti á vandamálið fyrir mörgum árum síðan án árangurs, en var loks flutt í annað húsnæði á vegum borgarinnar þegar lögmaður var kallaður að málum. En þar tók ekki mikið betra við því í þeirri íbúð reyndist einnig mikill raki sem var staðfestur með mælingum. Samkvæmt nágrönnum þar og fyrri leigjanda þeirra íbúðar var ástandið búið að vera slæmt um langa hríð. Þegar umræða um þessi mál hafa komið upp er oft viðkvæði Reykjavíkurborgar að ekki sé talað um einstök mál. Þess vegna langar mig að benda lesendum greinarinnar á að kynna sér facebook síðu, en þar hafa nokkrir skjólstæðingar félagsbústaða sett inn sínar sögur sínar til að upplýsa hvort annað um stöðu sinna mála, veita stuðning og ráð. Því miður er það svo að margir þora hreinlega ekki að tjá sig opinberleg af ótta við að verða hent út, eitthvað sem þessir einstaklingar ættu ekki að hræðast og má spyrja hvað hefur orðið til þess, er það kannski eftir samskipti við starfsmenn félagsbústaða? Allavega þá velja þessir einstaklingar frekar að senda einkaskilaboð á þá sem standa að síðunni. Undirritaður gat ekki horft á aðgerðalaus og bauð fram aðstoð, sat fundi með félagsbústöðum og lögmönnum málsaðila. Þá sendi ég póst á borgarstjóra og borgarfulltrúa úr öllum flokkum. Sá eini sem svaraði var Sanna borgarfulltrúi og bað hún um leyfi til að senda erindið áfram, ekkert kom út úr því enda hún í minnihlutanum. Eftir það sem á undan er gengið í sögu fjölskyldunnar sem ég þekki til þá standa eftir ótal spurningar um þetta kerfi sem fellur undir velferðarnefnd en gæti þó allt eins fallið undir heilbrigðisnefnd þar sem fjölskyldumeðlimir hafa allir veikst, mismikið þó, en barn sem veiktist mest þurfti að leggjast inn á spítala af óþekktum ástæðum sem að öllum líkindum má rekja til myglu. Ég sem skattgreiðandi í Reykjavík blöskrar staðan í þessum málaflokki. Í samtölum mínum við fasteignasala kemur í ljós að félagsbústaðir telji sig geta fundið íbúðir á markaðnum á verði sem eru algerlega óraunhæft og ekki í takt við húsnæðissverð á markaði. Einnig hafa nágrannar bent á að ekki sé hugað nægjanlega að hljóðvist þegar lögð eru gólfefni í fjölbýlishúsum, heldur notaðir dúkar sem magna upp hávaða og valda nágrönnum miklu ónæði en það getur leitt af samskiptavandamál íbúa fjölbýlishúsa sérstaklega. Umrædd fjölskylda varð sem að fá sér lögfræðing með tilheyrandi kostnaði til að eitthvað yrði gert. Vegna ástand íbúðarinnar sem flutt var úr þurfti að henda mestöllu innbúi, en Félagsbústaðir telja sig ekki þurfa að bæta neinn kostnað. Það mál er komið til lögfræðings og ekki útséð hvar það endar. En eftir standa spurningar : Er félagsbústaðir óháð eigendum sínum? hvað skal halda þegar kosnir fulltrúar annað hvort geta ekki eða vilja ekki eða hafa með þessi mál að gera. Hvernig er stjórnskipulagi félagsbústaða háttað? Hvar liggur ábyrgð á ákvarðanatöku vegna slíkra mála og hvernig er unnið úr þeim athugasemdum sem ítrekað er komið á framfæri og eða ágreinings sem kemur upp milli leigjanda og félagsbústaða? Hvernig er viðhaldi háttað? Eru gerðar áætlanir í samræmi við upplýsingar á heimasíðu? Hvað verður um þær, því leigjendur sem ég kannast við kannast ekkert við viðhald svo það stenst varla í raun. Hvernig er gæðaeftirliti háttað og eru ekki gerðar þjónustukannanir eins og við þekkjum að gerðar eru víðast hvar í einkageiranum? Félagsbústöðum virðast ekki í raun annt um notendur þjónustunnar. Hver er ábyrgð Félagsbústaða / Borgarfulltrúa ef illa fer og notendur þjónustu veikjast illa eða jafnvel falla frá vegna sjúkdóma er tengjast myglu í húsnæði borgarinnar? Við útsvarsgreiðendur gerum kröfu á að fjármennum verði ekki sóað, þeir sem til þekkja vita að með því að bregðast strax við ábendingum getur komið í veg fyrir að vandamál verði meira en það þarf að vera. Nú er komið að borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar allra flokka vissu s.s. af málinu og sýndu því fálæti og þeir flokkar sem kenna sig við velferð hafa gjaldfellt það orð í mínum huga. Ég mun ekki láta blekkjast aftur þegar ég fer í kjörklefann. Það getur varla talist til velferðar þegar notendur félagsþjónustu búa við raka og myglu. Afleiðingar geta orðið alvarlegar eins og dæmin sanna. Ég vona að þessi grein komist á dagskrá fjölmiðla fyrir kosningar og þeir borgarfulltrúar sem nái kjöri bretti í framhaldinu upp ermar og taki á þessu máli sem að mínu mati er svartur blettur á borginni okkar. Höfundur er viðskiptastjóri.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar