Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Víðir Aðalsteinsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? Allavega heyrum við lítið um það, fá mál sem rata í fjölmiðla ef nokkur og má því ætla að þar sé allt í stakasta lagi. En þar er líka pottur brotinn svo um munar. Undirritaður hafði ekki frekar en aðrir hugmynd um það, fyrr en hann fylgdist með hörmungarsögu fjölskyldu sem um árabil hefur búið í mygluðu og röku húsnæði. Um er að ræða 6 barna fjölskyldu sem benti á vandamálið fyrir mörgum árum síðan án árangurs, en var loks flutt í annað húsnæði á vegum borgarinnar þegar lögmaður var kallaður að málum. En þar tók ekki mikið betra við því í þeirri íbúð reyndist einnig mikill raki sem var staðfestur með mælingum. Samkvæmt nágrönnum þar og fyrri leigjanda þeirra íbúðar var ástandið búið að vera slæmt um langa hríð. Þegar umræða um þessi mál hafa komið upp er oft viðkvæði Reykjavíkurborgar að ekki sé talað um einstök mál. Þess vegna langar mig að benda lesendum greinarinnar á að kynna sér facebook síðu, en þar hafa nokkrir skjólstæðingar félagsbústaða sett inn sínar sögur sínar til að upplýsa hvort annað um stöðu sinna mála, veita stuðning og ráð. Því miður er það svo að margir þora hreinlega ekki að tjá sig opinberleg af ótta við að verða hent út, eitthvað sem þessir einstaklingar ættu ekki að hræðast og má spyrja hvað hefur orðið til þess, er það kannski eftir samskipti við starfsmenn félagsbústaða? Allavega þá velja þessir einstaklingar frekar að senda einkaskilaboð á þá sem standa að síðunni. Undirritaður gat ekki horft á aðgerðalaus og bauð fram aðstoð, sat fundi með félagsbústöðum og lögmönnum málsaðila. Þá sendi ég póst á borgarstjóra og borgarfulltrúa úr öllum flokkum. Sá eini sem svaraði var Sanna borgarfulltrúi og bað hún um leyfi til að senda erindið áfram, ekkert kom út úr því enda hún í minnihlutanum. Eftir það sem á undan er gengið í sögu fjölskyldunnar sem ég þekki til þá standa eftir ótal spurningar um þetta kerfi sem fellur undir velferðarnefnd en gæti þó allt eins fallið undir heilbrigðisnefnd þar sem fjölskyldumeðlimir hafa allir veikst, mismikið þó, en barn sem veiktist mest þurfti að leggjast inn á spítala af óþekktum ástæðum sem að öllum líkindum má rekja til myglu. Ég sem skattgreiðandi í Reykjavík blöskrar staðan í þessum málaflokki. Í samtölum mínum við fasteignasala kemur í ljós að félagsbústaðir telji sig geta fundið íbúðir á markaðnum á verði sem eru algerlega óraunhæft og ekki í takt við húsnæðissverð á markaði. Einnig hafa nágrannar bent á að ekki sé hugað nægjanlega að hljóðvist þegar lögð eru gólfefni í fjölbýlishúsum, heldur notaðir dúkar sem magna upp hávaða og valda nágrönnum miklu ónæði en það getur leitt af samskiptavandamál íbúa fjölbýlishúsa sérstaklega. Umrædd fjölskylda varð sem að fá sér lögfræðing með tilheyrandi kostnaði til að eitthvað yrði gert. Vegna ástand íbúðarinnar sem flutt var úr þurfti að henda mestöllu innbúi, en Félagsbústaðir telja sig ekki þurfa að bæta neinn kostnað. Það mál er komið til lögfræðings og ekki útséð hvar það endar. En eftir standa spurningar : Er félagsbústaðir óháð eigendum sínum? hvað skal halda þegar kosnir fulltrúar annað hvort geta ekki eða vilja ekki eða hafa með þessi mál að gera. Hvernig er stjórnskipulagi félagsbústaða háttað? Hvar liggur ábyrgð á ákvarðanatöku vegna slíkra mála og hvernig er unnið úr þeim athugasemdum sem ítrekað er komið á framfæri og eða ágreinings sem kemur upp milli leigjanda og félagsbústaða? Hvernig er viðhaldi háttað? Eru gerðar áætlanir í samræmi við upplýsingar á heimasíðu? Hvað verður um þær, því leigjendur sem ég kannast við kannast ekkert við viðhald svo það stenst varla í raun. Hvernig er gæðaeftirliti háttað og eru ekki gerðar þjónustukannanir eins og við þekkjum að gerðar eru víðast hvar í einkageiranum? Félagsbústöðum virðast ekki í raun annt um notendur þjónustunnar. Hver er ábyrgð Félagsbústaða / Borgarfulltrúa ef illa fer og notendur þjónustu veikjast illa eða jafnvel falla frá vegna sjúkdóma er tengjast myglu í húsnæði borgarinnar? Við útsvarsgreiðendur gerum kröfu á að fjármennum verði ekki sóað, þeir sem til þekkja vita að með því að bregðast strax við ábendingum getur komið í veg fyrir að vandamál verði meira en það þarf að vera. Nú er komið að borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar allra flokka vissu s.s. af málinu og sýndu því fálæti og þeir flokkar sem kenna sig við velferð hafa gjaldfellt það orð í mínum huga. Ég mun ekki láta blekkjast aftur þegar ég fer í kjörklefann. Það getur varla talist til velferðar þegar notendur félagsþjónustu búa við raka og myglu. Afleiðingar geta orðið alvarlegar eins og dæmin sanna. Ég vona að þessi grein komist á dagskrá fjölmiðla fyrir kosningar og þeir borgarfulltrúar sem nái kjöri bretti í framhaldinu upp ermar og taki á þessu máli sem að mínu mati er svartur blettur á borginni okkar. Höfundur er viðskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mygla Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? Allavega heyrum við lítið um það, fá mál sem rata í fjölmiðla ef nokkur og má því ætla að þar sé allt í stakasta lagi. En þar er líka pottur brotinn svo um munar. Undirritaður hafði ekki frekar en aðrir hugmynd um það, fyrr en hann fylgdist með hörmungarsögu fjölskyldu sem um árabil hefur búið í mygluðu og röku húsnæði. Um er að ræða 6 barna fjölskyldu sem benti á vandamálið fyrir mörgum árum síðan án árangurs, en var loks flutt í annað húsnæði á vegum borgarinnar þegar lögmaður var kallaður að málum. En þar tók ekki mikið betra við því í þeirri íbúð reyndist einnig mikill raki sem var staðfestur með mælingum. Samkvæmt nágrönnum þar og fyrri leigjanda þeirra íbúðar var ástandið búið að vera slæmt um langa hríð. Þegar umræða um þessi mál hafa komið upp er oft viðkvæði Reykjavíkurborgar að ekki sé talað um einstök mál. Þess vegna langar mig að benda lesendum greinarinnar á að kynna sér facebook síðu, en þar hafa nokkrir skjólstæðingar félagsbústaða sett inn sínar sögur sínar til að upplýsa hvort annað um stöðu sinna mála, veita stuðning og ráð. Því miður er það svo að margir þora hreinlega ekki að tjá sig opinberleg af ótta við að verða hent út, eitthvað sem þessir einstaklingar ættu ekki að hræðast og má spyrja hvað hefur orðið til þess, er það kannski eftir samskipti við starfsmenn félagsbústaða? Allavega þá velja þessir einstaklingar frekar að senda einkaskilaboð á þá sem standa að síðunni. Undirritaður gat ekki horft á aðgerðalaus og bauð fram aðstoð, sat fundi með félagsbústöðum og lögmönnum málsaðila. Þá sendi ég póst á borgarstjóra og borgarfulltrúa úr öllum flokkum. Sá eini sem svaraði var Sanna borgarfulltrúi og bað hún um leyfi til að senda erindið áfram, ekkert kom út úr því enda hún í minnihlutanum. Eftir það sem á undan er gengið í sögu fjölskyldunnar sem ég þekki til þá standa eftir ótal spurningar um þetta kerfi sem fellur undir velferðarnefnd en gæti þó allt eins fallið undir heilbrigðisnefnd þar sem fjölskyldumeðlimir hafa allir veikst, mismikið þó, en barn sem veiktist mest þurfti að leggjast inn á spítala af óþekktum ástæðum sem að öllum líkindum má rekja til myglu. Ég sem skattgreiðandi í Reykjavík blöskrar staðan í þessum málaflokki. Í samtölum mínum við fasteignasala kemur í ljós að félagsbústaðir telji sig geta fundið íbúðir á markaðnum á verði sem eru algerlega óraunhæft og ekki í takt við húsnæðissverð á markaði. Einnig hafa nágrannar bent á að ekki sé hugað nægjanlega að hljóðvist þegar lögð eru gólfefni í fjölbýlishúsum, heldur notaðir dúkar sem magna upp hávaða og valda nágrönnum miklu ónæði en það getur leitt af samskiptavandamál íbúa fjölbýlishúsa sérstaklega. Umrædd fjölskylda varð sem að fá sér lögfræðing með tilheyrandi kostnaði til að eitthvað yrði gert. Vegna ástand íbúðarinnar sem flutt var úr þurfti að henda mestöllu innbúi, en Félagsbústaðir telja sig ekki þurfa að bæta neinn kostnað. Það mál er komið til lögfræðings og ekki útséð hvar það endar. En eftir standa spurningar : Er félagsbústaðir óháð eigendum sínum? hvað skal halda þegar kosnir fulltrúar annað hvort geta ekki eða vilja ekki eða hafa með þessi mál að gera. Hvernig er stjórnskipulagi félagsbústaða háttað? Hvar liggur ábyrgð á ákvarðanatöku vegna slíkra mála og hvernig er unnið úr þeim athugasemdum sem ítrekað er komið á framfæri og eða ágreinings sem kemur upp milli leigjanda og félagsbústaða? Hvernig er viðhaldi háttað? Eru gerðar áætlanir í samræmi við upplýsingar á heimasíðu? Hvað verður um þær, því leigjendur sem ég kannast við kannast ekkert við viðhald svo það stenst varla í raun. Hvernig er gæðaeftirliti háttað og eru ekki gerðar þjónustukannanir eins og við þekkjum að gerðar eru víðast hvar í einkageiranum? Félagsbústöðum virðast ekki í raun annt um notendur þjónustunnar. Hver er ábyrgð Félagsbústaða / Borgarfulltrúa ef illa fer og notendur þjónustu veikjast illa eða jafnvel falla frá vegna sjúkdóma er tengjast myglu í húsnæði borgarinnar? Við útsvarsgreiðendur gerum kröfu á að fjármennum verði ekki sóað, þeir sem til þekkja vita að með því að bregðast strax við ábendingum getur komið í veg fyrir að vandamál verði meira en það þarf að vera. Nú er komið að borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar allra flokka vissu s.s. af málinu og sýndu því fálæti og þeir flokkar sem kenna sig við velferð hafa gjaldfellt það orð í mínum huga. Ég mun ekki láta blekkjast aftur þegar ég fer í kjörklefann. Það getur varla talist til velferðar þegar notendur félagsþjónustu búa við raka og myglu. Afleiðingar geta orðið alvarlegar eins og dæmin sanna. Ég vona að þessi grein komist á dagskrá fjölmiðla fyrir kosningar og þeir borgarfulltrúar sem nái kjöri bretti í framhaldinu upp ermar og taki á þessu máli sem að mínu mati er svartur blettur á borginni okkar. Höfundur er viðskiptastjóri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun