Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 14:36 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hilmari Geir Eiðsson, stofnendur Kara Connect. Aðsend Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi. Tækni Nýsköpun Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun