Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 14:36 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hilmari Geir Eiðsson, stofnendur Kara Connect. Aðsend Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi. Tækni Nýsköpun Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira