Geðheilsa á ekki að vera forréttindi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2022 07:01 Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Geðheilbrigði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun