Saga af stúlku Katrín Birna Viðarsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:00 Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun