Frelsishúsnæði, ekki frelsisborgarar Trausti Magnússon skrifar 4. maí 2022 12:31 „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun