Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. maí 2022 12:16 Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Verðlag Alþingi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar