Kröftug uppbygging á Ásbrú Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 4. maí 2022 14:30 Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar