Er eitthvað til í frískápnum? Inga Þyrí Kjartansdóttir skrifar 4. maí 2022 15:01 Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur! Téður ísskápur er svokallaður frískápur sem líkt og áður nefnt ofurmenni berst linnulaust gegn illum öflum. Það er sorgleg staðreynd að á meðan sífellt vaxandi hópur fólks á ekki nægan mat fyrir sjálft sig og börnin sín þá fer vaxandi hluti þess matar sem framleiddur er í ruslið. Og þrátt fyrir mikla eftirspurn gengur illa að endurvinna allt það lífræna sorp sem af þessu sprettur í nothæfa moltu. Frískápurinn á Bergþórugötunni var settur upp af framsæknum aðilum sem vissu af samskonar verkefnum erlendis í heimalöndum sínum og ákváðu að láta reyna á verkefnið hérlendis. Þangað getur hver sem er komið með mat sem það sér ekki fram á að nota og hver sem er farið með mat sem hann vantar. Og verkefnið hefur slegið í gegn! Allt að vinna, allir græða - umhverfið, fólkið sem gefur og fólkið sem þiggur. Það var mér kappsmál að koma því í stefnu Framsóknar í Reykjavík að koma fyrir frískáp í öllum hverfum borgarinnar. Þar var tekið vel með málaflokknum og öll boðin og búin til þess að aðstoða eins og kostur gafst. Frá því í janúar á þessu ári hefur farið fram leit í Smáíbúðahverfinu að góðum stað fyrir frískáp. Að endingu var það Hjálpræðisherinn sem tók að sér að hýsa skápinn í fallega nýja húsinu sínu og undirbúningur á opnun hans er á lokastigi. Í Breiðholtinu tók það bara nokkra daga að finna stað fyrir frískáp, það var hann Valdi sem skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík og stjórnar Brúnni í Völvufelli sem tók að sér að hýsa hann. Frískápurinn hefur verið opinn fyrir matargjafir og þiggjendur í bráðum mánuð núna. Þangað fara afgangar frá heimilum, veitingahúsum, jafnvel fermingarveislu og hverfa jafnóðum. Fleiri staðir eru í undirbúningi, misjafnlega langt komnir. Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu enda er þetta sjálfsprottin samvinna af umhyggju fyrir umhverfinu og náunganum. Ein getum við litlu breytt, en saman getum við breytt heiminum. Er ekki kominn tími á meiri samvinnu í borginni? Höfundur skipar 17. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur! Téður ísskápur er svokallaður frískápur sem líkt og áður nefnt ofurmenni berst linnulaust gegn illum öflum. Það er sorgleg staðreynd að á meðan sífellt vaxandi hópur fólks á ekki nægan mat fyrir sjálft sig og börnin sín þá fer vaxandi hluti þess matar sem framleiddur er í ruslið. Og þrátt fyrir mikla eftirspurn gengur illa að endurvinna allt það lífræna sorp sem af þessu sprettur í nothæfa moltu. Frískápurinn á Bergþórugötunni var settur upp af framsæknum aðilum sem vissu af samskonar verkefnum erlendis í heimalöndum sínum og ákváðu að láta reyna á verkefnið hérlendis. Þangað getur hver sem er komið með mat sem það sér ekki fram á að nota og hver sem er farið með mat sem hann vantar. Og verkefnið hefur slegið í gegn! Allt að vinna, allir græða - umhverfið, fólkið sem gefur og fólkið sem þiggur. Það var mér kappsmál að koma því í stefnu Framsóknar í Reykjavík að koma fyrir frískáp í öllum hverfum borgarinnar. Þar var tekið vel með málaflokknum og öll boðin og búin til þess að aðstoða eins og kostur gafst. Frá því í janúar á þessu ári hefur farið fram leit í Smáíbúðahverfinu að góðum stað fyrir frískáp. Að endingu var það Hjálpræðisherinn sem tók að sér að hýsa skápinn í fallega nýja húsinu sínu og undirbúningur á opnun hans er á lokastigi. Í Breiðholtinu tók það bara nokkra daga að finna stað fyrir frískáp, það var hann Valdi sem skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík og stjórnar Brúnni í Völvufelli sem tók að sér að hýsa hann. Frískápurinn hefur verið opinn fyrir matargjafir og þiggjendur í bráðum mánuð núna. Þangað fara afgangar frá heimilum, veitingahúsum, jafnvel fermingarveislu og hverfa jafnóðum. Fleiri staðir eru í undirbúningi, misjafnlega langt komnir. Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu enda er þetta sjálfsprottin samvinna af umhyggju fyrir umhverfinu og náunganum. Ein getum við litlu breytt, en saman getum við breytt heiminum. Er ekki kominn tími á meiri samvinnu í borginni? Höfundur skipar 17. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun