Er ekki kominn tími á samvinnu í borginni? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2022 16:01 Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun