Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 16:41 Sverrir Einar segist ekki geta unað þeirri niðurstöðu sem varð í héraði í meiðyrðamáli hans á hendur Sindra Þór en Sverrir segir fyrirliggjandi að Sindri hafi lagt sig í framkróka um að valda sér sem allra mestu tjóni með ummælum um sig á Twitter. Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. „Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni. Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
„Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni.
1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira