„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 23:12 Amber Heard í dómsal í dag. AP/Elizabeth Frantz Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent