Tímamótasamkomulag í höfn Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 12:01 Blikastaðaland er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er á sveitarfélagamörkum við Reykjavík og afmarkast af golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í norðri, Korpúlfsstaðavegi og Vesturlandsvegi í suðri, núverandi byggð í Mosfellsbæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæðið um 87 hektarar. Google Maps Húsnæði fyrir rúmlega 9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK
Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira