Tímamótasamkomulag í höfn Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 12:01 Blikastaðaland er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er á sveitarfélagamörkum við Reykjavík og afmarkast af golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í norðri, Korpúlfsstaðavegi og Vesturlandsvegi í suðri, núverandi byggð í Mosfellsbæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæðið um 87 hektarar. Google Maps Húsnæði fyrir rúmlega 9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK
Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum