Af hverju pólitík... Díana Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:31 Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun