Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður Bjarney Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2022 13:15 Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun